Sumarstarf í vöruhúsi Innnes

Innnes leitar að öflugum sumarstarfsmönnum til þess að standa vaktina í vöruhúsum sínum í sumar. Unnið er á vöktum.

 

Hlutverk og ábyrgð:

 • Tiltekt og afgreiðsla pantana
 • Móttaka á vörum
 • Frágangur á vörum
 • Pökkun og merking
 • Þjónusta við starfsmenn fyrirtækisins og viðskiptavini
 • Önnur tilfallandi störf í vöruhúsi


Hæfniskröfur:

 • Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska
 • Vönduð og öguð vinnubrögð
 • Áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Samstarfshæfni og jákvætt viðhorf
 • Rík þjónustulund og sterk öryggisvitund
 • Liðsmaður fram í fingurgóma

 

Mikilvægt er að sumarstarfsmenn séu tilbúnir að vinna samfellt í 10-12 vikur.

 

Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2019.

 

Deila starfi